Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Gerðum gott úr þessu“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skara í undanúr­slit eftir víta­keppni

Deildarmeistarar Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eru komnir í 4-liða úrslit eftir að hafa sópað Kristianstad út en þriðji og síðasti sigurinn var þó torsóttur. Grípa þurfti til framlengingar í tvígang og að lokum til vítakeppni.

Handbolti
Fréttamynd

„Getum brotið blað í sögu hand­boltans“

Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Handbolti
Fréttamynd

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Enski boltinn