Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Það var sannkölluð markasúpa í leikjum Bestu deildar kvenna í fótbolta. Hér að neðan má sjá öll mörk dagsins. Íslenski boltinn 20.9.2025 22:16
Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er látinn. Hann var 47 ára gamall. Enski boltinn 20.9.2025 21:31
Topplið Juventus missteig sig Juventus náði hins vegar aðeins í jafntefli í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans, eftir ævintýri sín í Meistaradeild Evrópu í vikunni. AC Milan hefur á sama tíma unnið þrjá leiki í röð. Fótbolti 20.9.2025 20:57
Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt gegn Dönum í vináttulandsleik í dag en liðið hefur verið við æfingar síðan á mánudag. Handbolti 20.9.2025 16:45
Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Þegar hluta fimmtu umferðar í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta er lokið eru Úlfarnir frá Wolverhampton án stiga á botni deildarinnar. Í ensku B-deildinni eru Stefán Teitur Þórðarson og liðsfélagar hans í Preston North End í umspilssæti. Enski boltinn 20.9.2025 16:04
Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Víkingur gulltryggði sæti sitt í efri hluta Bestu deildar kvenna með 4-0 sigri gegn FHL í lokaumferðinni. Shaina Ashouri átti stórleik og kom að öllum mörkum. Íslenski boltinn 20.9.2025 13:15
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. Íslenski boltinn 20.9.2025 13:15
Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Max Verstappen ræsir fyrstur í Formúlu 1 keppninni í Baku á morgun eftir ansi skrautlega tímatöku í dag en alls fór rauða flaggið sex sinnum á loft. Formúla 1 20.9.2025 15:32
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. Íslenski boltinn 20.9.2025 15:15
Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Mikael Egill Ellertsson átti góðan leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Genoa í Seríu A í dag þegar liðið sótti Bologna heim. Fótbolti 20.9.2025 15:10
Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Bandaríkin munu ekki hlaupa til úrslita í 4x400 metra boðhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Japan en sveit þeirra endaði í 6. sæti í undanriðlum í dag. Sport 20.9.2025 14:33
Madríd með fullt hús stiga á toppnum Eftir nauman sigur á Marseille í miðri viku vann Real Madríd nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Espanyol í La Liga, efstu deild karla á Spáni. Fótbolti 20.9.2025 13:47
Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Tottenham Hotspur sótti Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrir leikinn hafði Tottenham aðeins fengið á sig eitt mark í deildinni. Enski boltinn 20.9.2025 13:30
Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna FH vann öruggan 0-4 á Tindastóli í dag í Bestu deild kvenna en bæði lið eru í harði baráttu á sitthvorum enda deildarinnar. Íslenski boltinn 20.9.2025 13:15
Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Þróttarar virðast tilbúnir í harða baráttu við FH um Evrópusæti í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta, miðað við 4-2 sigurinn gegn Stjörnunni í dag í síðustu umferðinni fyrir skiptingu deildarinnar. Íslenski boltinn 20.9.2025 13:15
Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Ryan Giggs hefur sagt starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford FC lausu. Hann hefur augastað á því að snúa aftur í þjálfun. Fótbolti 20.9.2025 12:33
Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli. Fótbolti 20.9.2025 11:48
Liverpool með fullt hús stiga Liverpool vann slaginn um Bítlaborgina í dag þegar liðið lagði Everton 2-1 og er því með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir fimm umferðir. Enski boltinn 20.9.2025 11:00
Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Lando Norris, ökumaður McLaren, átti besta tímann á síðustu æfingu í Baku í Aserbaísjan í morgun. Liðsfélagi hans, Oscar Piastri, var þriðji en heimsmeistarinn Max Verstappen skaut sér á milli þeirra, 0,222 sekúndum á eftir Norris. Formúla 1 20.9.2025 10:17
Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir lauk keppni á HM í frjálsum íþróttum í Japan í morgun en hún hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um rúma 40 sentimetra til að komast upp úr riðlinum. Sport 20.9.2025 09:40
Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Það er svo sannarlega nóg um að vera á sportrásum Sýnar í dag. Allir ættu að finna eitthvað fyrir sinn snúð. Sport 20.9.2025 06:03
Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Svíþjóð varð í fjórða sæti í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum árið 2010 en hefur nú, fimmtán árum seinna, verið veitt bronsverðlaun. Sport 19.9.2025 23:17
Younghoe sparkað burt Younghoe Koo hefur verið látinn fara frá Atlanta Falcons í NFL deildinni. Sport 19.9.2025 22:16
Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Selfoss fagnaði fyrsta sigri tímabilsins og varð í leiðinni fyrsta liðið til að vinna ríkjandi meistara Fram, með 32-31 sigri í þriðju umferð Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 19.9.2025 21:41