Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Jón Dagur í frysti­klefa í Ber­lín

Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekkert fengið að spila á þessu ári fyrir Hertha Berlín í Þýskalandi, nú þegar bráðum fer að styttast í næstu landsleiki. Ekkert breyttist í fyrsta leik nýs þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Slagur um stól for­manns KKÍ

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Dag­ný byrjar á sama stað og hún endaði síðast

Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri mætir Manchester United í Evrópu­deildinni

Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Fótbolti