Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins. Fótbolti 22.12.2024 11:33
Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Sport 22.12.2024 10:31
Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í gærkvöldi með liði sínu Al Qadsiah í sádiarabíska fótboltanum. Fótbolti 22.12.2024 09:41
Meikle skaut Littler skelk í bringu Luke Littler er kominn áfram í næstu umferð á heimsmeistaramótinu í pílukasti en landi hans, Ryan Meikle, lét hann heldur betur svitna í viðureign þeirra í kvöld. Sport 21.12.2024 22:48
Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Arsenal menn urðu fyrir áfalli í dag þegar Bukayo Saka fór meiddur af velli þegar liðið sótti Crystal Palace heim. Eftir leik sást Saka yfirgefa völlinn á hækjum. Fótbolti 21.12.2024 21:00
Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Jobe Bellingham var á skotskónum í dag þegar hann tryggði Sunderland 2-1 sigur á Norwich í toppbaráttu ensku B-deildarinnar. Fótbolti 21.12.2024 20:13
Atletico rændi sigrinum í blálokin Allt stefndi í 1-1 jafntefli í toppslag Barcelona og Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Norðmaðurinn Alexander Sorloth var með önnur plön. Fótbolti 21.12.2024 19:31
Haltur Mahomes skoraði snertimark Leikstjórnandi Kansas Chiefs, Patrick Mahomes, gerði sér lítið fyrir og skoraði snertimark upp á eigin spýtur í kvöld í leik Chiefs og Houston Texans. Sport 21.12.2024 19:01
Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Chris Dobey, sem er 15. á heimslistanum, tryggði sig áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti þegar hann lagði Alexander Merkx að velli 3-1. Sport 21.12.2024 18:18
Juric tekinn við Southampton Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur staðfest þær fréttir sem lágu í loftinu, Ivan Juric hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Fótbolti 21.12.2024 17:48
Kolstad vann toppslaginn Íslendingahersveit Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta bar sigur úr býtum í toppslag deildarinnar þegar liðið tók á móti toppliði Elverum en lokatölur leiksins urðu 32-29. Handbolti 21.12.2024 17:18
Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum. Enski boltinn 21.12.2024 17:00
Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest heldur áfram að gera það gott í efri hluta deildarinnar og þá setti hinn sænski Alexander Isak þrennu í stórsigri Newcastle á Ipswich. Fótbolti 21.12.2024 16:56
Dana áberandi í síðasta leik ársins Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu góðan útisigur í dag í norsku b-deildinni en þetta var síðasti leikur liðsins á árinu 2024. Handbolti 21.12.2024 16:28
Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk og Bretinn Tyson Fury mætast í kvöld í hnefaleikahringum í annað skiptið á árinu 2024. Usyk vann í vor en Fury er kominn til baka í hefndarhug. Sport 21.12.2024 16:02
Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Erling Haaland hljópst ekkert undan ábyrgðinni eftir enn eitt tap Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 21.12.2024 15:13
Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Selfyssingar hafa nú endurheimt eina af bestu fótboltadætrum félagsins. Íslenski boltinn 21.12.2024 15:02
Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Pep Guardiola horfði upp á sína menn tapa í sjötta sinn í síðustu átta deildarleikjum þegar liðið tapaði 2-1 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 21.12.2024 15:00
Lengi getur vont versnað hjá Man. City Aston Villa vann Manchester City í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst um leið upp fyrir Englandsmeistarana City í töflunni. Eymd Englandsmeistarann eykst bara með hverjum leiknum. Enski boltinn 21.12.2024 12:02
Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar í Preussen Munster gerðu markalaust jafntefli við Ulm í dag í mikilvægum leik í fallbaráttu þýsku b-deildarinnar í fótbolta. Fótbolti 21.12.2024 13:53
Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Þýska knattspyrnusambandið ætlar að heiðra einn allra besta knattspyrnumanninn í sögu Þýskalands með sérstökum hætti. Fótbolti 21.12.2024 13:32
Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Mohamed Katir vann silfurverðlaun í 5000 metra hlaupi á HM í Búdapest í fyrra en hann keppir ekki aftur á næstunni Sport 21.12.2024 13:02
Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Lionel Messi hefur unnið þrjá titla með argentínska landsliðinu á síðustu fjórum árum og hann metur þessa titla greinilega mjög mikið. Fótbolti 21.12.2024 12:30
Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Magdeburg spilar ekki á morgun í þýsku handboltadeildinni eins og áætlað var. Ástæðan er sú að fimm eru látnir og tvö hundruð særðir eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi Handbolti 21.12.2024 11:50