Sport Bæjarar skoði að ráða ten Hag Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið. Fótbolti 6.5.2024 11:30 Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 6.5.2024 11:00 Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Sport 6.5.2024 10:31 Fimm ára bið á enda hjá Norris Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Formúla 1 6.5.2024 10:00 Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 6.5.2024 09:05 Lopetegui tekur við West Ham Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. Enski boltinn 6.5.2024 08:50 Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Enski boltinn 6.5.2024 08:32 Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 6.5.2024 08:01 Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Fótbolti 6.5.2024 07:28 Albert Guðmunds: Verður að hafa sjálfstraust og trúa á sjálfan þig Fjölmiðillinn CBS hefur birt stutta heimildamynd um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson og veru hans hjá Genoa. Fótbolti 6.5.2024 07:01 Dagskráin í dag: Stúkan, Körfuboltakvöld, Lögmál leiksins og stórleikir Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá. Sport 6.5.2024 06:00 Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Enski boltinn 5.5.2024 23:31 „Höfum spilað vel án Arons áður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 5.5.2024 23:18 „Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. Handbolti 5.5.2024 23:02 Mitchell skaut Cleveland í undanúrslit Austursins Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94. Körfubolti 5.5.2024 23:00 Loksins landaði Lando sigri í Formúlu 1 Lando Norris vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur. Hann kom fyrstur í mark á meðan ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í öðru sæti og Charles Leclert var þriðji. Formúla 1 5.5.2024 22:31 „Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. Íslenski boltinn 5.5.2024 22:19 „Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. Íslenski boltinn 5.5.2024 22:06 Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Handbolti 5.5.2024 21:54 Uppgjör og viðtöl: FH - ÍBV 34-27 | Aronslausir FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum FH tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deidar karla í handbolta en liðið komst þangað með sannfærandi sigri á móti ÍBV í oddaleik liðanna í stútfullum Kaplakrika. Handbolti 5.5.2024 21:24 Uppgjör: HK - Víkingur 3-1 | Botnliðið lagði meistarana og Arnar sá rautt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistarar Víkings sá rautt þegar lið hans tapaði 3-1 fyrir botnliði HK í Kórnum þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. HK hafði ekki unnið leik það sem af er leiktíð en síðasti deildarisgur liðsins kom þann 9. ágúst 2023. Íslenski boltinn 5.5.2024 21:20 Uppgjör og viðtöl: Fram - Fylkir 2-1 | Heimamenn upp í þriðja sætið Fram tók á móti Fylki í Úlfarsárdal og sigruðu heimamenn 2-1 þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu. Fram hefur farið vel af stað í Bestu deild karla en liðið er komið með 10 stig þegar 5 umferðir eru búnar af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 5.5.2024 21:10 Guðmundur og Íslendingalið Ribe-Esbjerg í undanúrslit Tvö Íslendingalið eru komin í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Um er að ræða lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia og Ribe-Esbjerg. Handbolti 5.5.2024 20:30 „Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. Körfubolti 5.5.2024 20:15 „Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Fótbolti 5.5.2024 20:08 „Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. Íslenski boltinn 5.5.2024 20:05 Afturelding einum sigri frá úrslitum Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25. Handbolti 5.5.2024 20:01 „Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 5.5.2024 19:57 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 5.5.2024 19:40 Lærisveinar Freys felldu Guðlaug Victor og Alfreð Finnboga Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Fótbolti 5.5.2024 19:36 « ‹ 283 284 285 286 287 288 289 290 291 … 334 ›
Bæjarar skoði að ráða ten Hag Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið. Fótbolti 6.5.2024 11:30
Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 6.5.2024 11:00
Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Sport 6.5.2024 10:31
Fimm ára bið á enda hjá Norris Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Formúla 1 6.5.2024 10:00
Luku hundrað ára bið Noregs og það bitnaði á þjálfurunum Þrátt fyrir að hafa ekki unnið þá fögnuðu fjórar norskar hlaupakonur allra mest á HM í boðhlaupi á Bahamaeyjum um helgina, þegar þær unnu sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Sport 6.5.2024 09:05
Lopetegui tekur við West Ham Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. Enski boltinn 6.5.2024 08:50
Lýsti Haaland sem „ofdekruðum krakka“ Roy Keane heldur áfram að skjóta föstum skotum á Erling Haaland, stjörnuframherja Manchester City, og lýsti þessum markahæsta manni ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem „ofdekruðum krakka“ um helgina. Enski boltinn 6.5.2024 08:32
Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 6.5.2024 08:01
Aðeins einum leik frá ótrúlegu meti Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni og eru aðeins einum leik frá því að slá ótrúlegt met. Fótbolti 6.5.2024 07:28
Albert Guðmunds: Verður að hafa sjálfstraust og trúa á sjálfan þig Fjölmiðillinn CBS hefur birt stutta heimildamynd um landsliðsmanninn Albert Guðmundsson og veru hans hjá Genoa. Fótbolti 6.5.2024 07:01
Dagskráin í dag: Stúkan, Körfuboltakvöld, Lögmál leiksins og stórleikir Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 9 beinar útsendingar á dagskrá. Sport 6.5.2024 06:00
Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Enski boltinn 5.5.2024 23:31
„Höfum spilað vel án Arons áður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 5.5.2024 23:18
„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. Handbolti 5.5.2024 23:02
Mitchell skaut Cleveland í undanúrslit Austursins Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94. Körfubolti 5.5.2024 23:00
Loksins landaði Lando sigri í Formúlu 1 Lando Norris vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur. Hann kom fyrstur í mark á meðan ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen var í öðru sæti og Charles Leclert var þriðji. Formúla 1 5.5.2024 22:31
„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. Íslenski boltinn 5.5.2024 22:19
„Ólíkir okkur að mörgu leyti“ Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum. Íslenski boltinn 5.5.2024 22:06
Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Handbolti 5.5.2024 21:54
Uppgjör og viðtöl: FH - ÍBV 34-27 | Aronslausir FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum FH tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deidar karla í handbolta en liðið komst þangað með sannfærandi sigri á móti ÍBV í oddaleik liðanna í stútfullum Kaplakrika. Handbolti 5.5.2024 21:24
Uppgjör: HK - Víkingur 3-1 | Botnliðið lagði meistarana og Arnar sá rautt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistarar Víkings sá rautt þegar lið hans tapaði 3-1 fyrir botnliði HK í Kórnum þegar liðin mættust í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. HK hafði ekki unnið leik það sem af er leiktíð en síðasti deildarisgur liðsins kom þann 9. ágúst 2023. Íslenski boltinn 5.5.2024 21:20
Uppgjör og viðtöl: Fram - Fylkir 2-1 | Heimamenn upp í þriðja sætið Fram tók á móti Fylki í Úlfarsárdal og sigruðu heimamenn 2-1 þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu. Fram hefur farið vel af stað í Bestu deild karla en liðið er komið með 10 stig þegar 5 umferðir eru búnar af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 5.5.2024 21:10
Guðmundur og Íslendingalið Ribe-Esbjerg í undanúrslit Tvö Íslendingalið eru komin í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Um er að ræða lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia og Ribe-Esbjerg. Handbolti 5.5.2024 20:30
„Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. Körfubolti 5.5.2024 20:15
„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Fótbolti 5.5.2024 20:08
„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. Íslenski boltinn 5.5.2024 20:05
Afturelding einum sigri frá úrslitum Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25. Handbolti 5.5.2024 20:01
„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 5.5.2024 19:57
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 5.5.2024 19:40
Lærisveinar Freys felldu Guðlaug Victor og Alfreð Finnboga Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Fótbolti 5.5.2024 19:36