Sport

Pat­rekur og Ás­geir spáðu í EM-spilin og nýtt spálíkan opin­berað

Háskólinn í Reykjavík bauð til HR stofu í tengslum við EM í handbolta. Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, hefur gert nýtt spálíkan fyrir mótið sem tekur tillit til úrslita í riðlunum. Hann fór yfir spálíkanið og skoðaði einnig möguleika íslenska landsliðsins á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna.

Handbolti

„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“

„Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld.

Handbolti

„Ég verð honum ævin­lega þakk­látur“

„Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld.

Handbolti

Dag­skráin í dag: Karfan, Pílan og Afríkukeppnin

Það er að venju sneisafull dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 þennan fallega fimmtudag. Nóg verður af körfuboltanum en nær heil umferð fer fram í Subway deild karla. Þar að auki verða beinar útsendingar frá Afríkukeppninni í fótbolta, úrslitakeppni World Series of Darts og viðureignum í Ljósleiðaradeildinni. 

Sport

Sara Rún snýr heim til Kefla­víkur

Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins.

Körfubolti

Valur rústaði Haukum í toppslagnum

Valur gerði sér lítið fyrir og vann 30-19 gegn Haukum í toppslag Olís deildar kvenna. Eftir jafnan leik lengst af hrundi Haukaliðið og skoraði aðeins eitt mark síðustu tuttugu mínútur leiksins.  

Handbolti