

Afvegaleiddur aðstoðarritstjóri
Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki.
Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því?
Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari?
Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir.
Skoðun

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar