Enski boltinn

Inter ekki í vandræðum með City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Patrick Vieira fékk rautt í nótt þegar Man City steinlá fyrir Inter.
Patrick Vieira fékk rautt í nótt þegar Man City steinlá fyrir Inter.

Patrick Vieira, miðjumaður Manchester City, á yfir höfði sér leikbann og missir líklega af byrjun tímabilsins á Englandi. Hann fékk að líta rauða spjaldið þegar City steinlá 3-0 fyrir Ítalíu- og Evrópumeisturum Inter í nótt.

Líklegt verður að teljast að enska knattspyrnusambandið fái áfrýjun frá City enda var rauða spjaldið ansi harður dómur hjá Mexíkóanum sem var með flautuna.

Vieira fékk brottvísun á 20. mínútu og þurfti City því að leika manni færri stærstan hluta leiksins. Inter vann öruggan sigur en mörkin komu frá Nsofor Victor Obinna, Cristiano Biraghi og þá var eitt markið sjálfsmark frá Juelon Lescott.

City vann aðeins einn æfingaleik af fimm í þriggja vikna æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×