Enski boltinn

Adrian Mutu lamdi og sparkaði í barþjón

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Adrian Mutu er þekktur fyrir vandræði.
Adrian Mutu er þekktur fyrir vandræði.
Hinn litríki Rúmeni Adrian Mutu hjá Fiorentina á Ítalíu er sagður hafa ráðist á barþjón í Florence rétt rúmri viku áður en hann á að snúa aftur úr banni vegna notkunar ólöglegra lyfja.

Vitni segja að Mutu hafi rifist við barþjóninn vegna reiknings um klukkan fimm í gærmorgun áður en hann kýldi barþjóninn tvisvar og sparkaði í hann á meðan að hann lá í gólfinu.

Mutu hefur verið í leikbanni síðustu níu mánuði en snýr aftur úr því 29. október næstkomandi. Árið 2004 er hann lék með Chelsea fannst kókaín í blóði hans en nú var það lyf sem heitir sibutramine.

Gengi Fiorentina hefur verið afleitt á tímabilinu því þeir eru í bullandi baráttu við að koma sér upp af botninum í deildinni og ekki hjálpa þessar fréttir liðinu í þeirri baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×