Jarðbundin sýn á orkulindir Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa 7. mars 2013 06:00 Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun