Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2016 16:25 Vísir/Pjetur Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira