Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 19:30 Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi.
Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15