Fullkomin óreiða Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. desember 2020 06:00 Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar