Til hvers tómstundir? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:31 Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun