Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Staðlar og að­gerðir í loftslagsmálum á Ís­landi

Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi

Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást

Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Norræn sveitarfélög og loftslagsbreytingar

Rætt verður hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum geta undirbúið sig undir áhrif og afleðingar loftslagsbreytinga á norrænni ráðstefnu sem Veðurstofan og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur í dag. Streymt verður frá ráðstefnunni á Vísi og hefst dagskráin klukkan 9:00.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­stefna um lofts­lags­breytingar og að­lögun

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23.

Innlent
Fréttamynd

Samskip fá vetnisknúin flutningaskip

Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja lofts­lags­skatta á skip til að koma á orku­skiptum

Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar.

Innlent
Fréttamynd

Betur gert, flokkað og merkt!

Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna!

Skoðun
Fréttamynd

„Ís­land getur ekki tekið upp þessa til­skipun“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að lög­gjöfin taki til­lit til land­fræði­legrar legu Ís­lands

Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til út­landa með Nor­rænu“

Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíðin er í okkar höndum!

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Grænir styrkir 2023

Festa- miðstöð um sjálfbærni stendur í dag fyrir viðburði í samstarfi við Grænvang, Rannís, Orkustofnun og umhverfisráðuneytið í dag þar sem kynnt verður fyrir íslensku atvinnulífi þau tækifæri sem standi til boða þegar kemur að grænum styrkjum - það er styrkjum snúa að umhverfis, loftslags- og orkumálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Thun­berg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seina­gang

Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna.

Erlent
Fréttamynd

Vist­morð: brýnt tíma­spurs­mál

Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig lítur Ís­land út 2040?

Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll.

Skoðun