

Mjólkurbikar kvenna
Umfjöllun um Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu.

Leynipeppari á bak við tjöldin kveikti í Víkingsstelpunum fyrir bikarúrslitin
Nýkrýndu bikarmeistararnir Nadía Atladóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna sem hefst í kvöld.

Sjáðu magnaðan bikar- og klefafögnuð Víkinga eftir ótrúlegan bikarsigur
Víkingur varð í kvöld bikarmeistari kvenna eftir magnaðan 3-1 sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Víkingar, sem leika í Lengjudeildinni, voru að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvennaflokki frá upphafi.

„Ætla að leyfa þér að giska hvernig ég mun fagna þar sem ég er frá Írlandi“
John Andrews, þjálfari Víkings, var himinnlifandi með 3-1 sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins. John hafði skömmu áður fengið sturtu af mjólk yfir sig en lét það ekki trufla sig.

„Ætluðum að gera það sem við gerum best og það er að vinna bikar“
Nadía Atladóttir, leikmaður Víkings Reykjavíkur, var í skýjunum eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Nadía fór á kostum og skoraði tvö mörk.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn
Víkingur, topplið Lengjudeildarinnar, varð í kvöld bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni er liðið vann magnaðan 3-1 sigur gegn einu sigursælasta liði bikarkeppninnar frá upphafi, Breiðablik.

Metið fellur í Dalnum og upphitun að hefjast
Aldrei hafa fleiri miðar selst á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en fyrir leik Víkings og Breiðabliks sem hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli í kvöld.

Köllum þær hvolpasveitina og nennum varla að elta þær
Nadía Atladóttir mun leiða Víkinga út á Laugardalsvöll í kvöld sem fyrirliði, í fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings frá upphafi, þegar liðið mætir Breiðabliki.

„Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“
„Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni.

Eltir gulrót Arnars og þrífur húsið fyrir mömmu
John Andrews er nýklipptur og klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar hann verður fyrsti þjálfari sögunnar til að stýra kvennaliði Víkings í bikarúrslitaleik, gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli.

„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“
Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

John Andrews: Þakklátur KSÍ fyrir leikjaálagið
Breiðablik og Víkingur mætast í sögulegum bikarúrslitaleik á föstudaginn en þetta verður í fyrsta sinn sem lið Víkings nær alla leið í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna.

Bikarúrslitaleik kvenna flýtt um einn dag
Leik Breiðabliks og Víkings í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag.

„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“
Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1.

Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins
Stjarnan og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik sigraði eftir vítaspyrnukeppni og mætir Víkingi í úrslitaleik þann 12. ágúst. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum en Stjarnan klúðraði tveimur og eru því úr leik.

Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“
„Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur 1-2 | Sextán ára Sigdís leiddi Víkinga í sinn fyrsta úrslitaleik
Víkingskonur, sem spila í næstefstu deild, héldu bikarævintýri sínu áfram í Kaplakrika í kvöld þegar þær slógu sjóðheitt lið FH-inga út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Kvennalið FH og Víkings mætast í kvöld og geta bæði stigið sögulegt skref
FH tekur á móti Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í kvöld og boði er sæti í sjálfum bikarúrslitaleiknum.

Heiða Ragney: Erum mjög spenntar að ná í bikar í sumar
Heiða Ragney Viðarsdóttir lagði upp mark Stjörnunnar í 1-0 sigri á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Markið skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun.

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta
Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik
Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni.

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað
Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins
Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins
FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80.

Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“
Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks.

Stórleikur í Laugardalnum í Mjólkurbikarnum
Þróttur tekur á móti Breiðabliki í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

FH áfram í bikarnum: Dregið í átta liða úrslit á morgun
FH er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 2-0 sigur á FHL fyrir austan í dag.

„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“
Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri.

Boðið upp á markaveislur í Mjólkurbikarnum
Fimm leikjum er lokið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Stjarnan bauð upp á markaveislu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og þá vann Keflavík góðan sigur á Þór/KA á heimavelli.

Leik lokið: Þróttur 2-1 Valur | Bikarmeistararnir úr leik
Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló út ríkjandi bikarmeistara Vals er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld. Lokatölur í Laugardalnum 2-1 sigur Þróttara.