

Skóla- og menntamál
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári.

Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi
Það er með ólíkindum að við sem kennarar finnum okkur í stöðu þar sem eina leiðin til að ná fram réttindum okkar og bættum starfsskilyrðum er að grípa til verkfalls.

Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla
Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn.

Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Nú stefnir í að kennarar og stjórnendur í fjölmörgum skólum landsins fari í verkfall. Þann 1. febrúar næstkomandi hefjast að óbreyttu verkföll í 14 leikskólum og 7 grunnskólum. Viðbúið er að tveir eða fleiri framhaldsskólar sigli í kjölfarið.

Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður
Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður.

Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal
Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann.

Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar
Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár.

Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara
Í upphafi nýs árs er vert að ræða eitt mikilvægasta verkefnið innan menntakerfisins, að fjölga kennurum í landinu, bæta starfsumhverfi þeirra og styðja við nýja kennara.

Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp
Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs.

Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli
Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna.

Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi
Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs.

Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns
Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna.

Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum
Verkfall kennara hefst að nýju um næstu mánaðamót verði ekki samið. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir deiluaðila hafa fundað þétt síðan í nóvember desember þegar verkfalli var frestað. Magnús Þór fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða
Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið.

Að þora að stíga skref
Árið 2024 hefur ekki bara verið viðburðaríkt þegar kemur að því að velja einstaklinga til að leiða þjóð, þing og kirkju. Eitt af því sem einkenndi árið var vinna við kjarasamninga, bæði á opinberum og almennum markaði. Sumum samningum tókst að ljúka á meðan aðrir, þar á meðal samningar við aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), eru enn í viðræðuferli.

Skógaskóli verður hótel
Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segjast spenntar takast á við verkefnum nýrrar ráðuneyta. Áherslumál þeirra eru til dæmis að efla læsi, íslenskukennslu fyrir innflytjendur og löggæslu. Þær segja það hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn að efla samvinnu og finna sameiginlega snertifleti.

Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri
Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri.

Menntun fyrir Hans Vögg
Nú þegar ég hef lagt nótt við dag að fara yfir ritgerðir, próf og verkefni til að komast sómasamlega frá kennslunni eftir fimm vikna verkfall situr eitthvað í mér. Ég er svolítið sár út í upphrópanir um að þetta verkfall okkar kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi ekki haft nein áhrif.

Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi
Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Margrét áfram rektor á Bifröst
Stjórn Háskólans á Bifröst hefur boðið Dr. Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor að framlengja ráðningu hennar um fimm ár eða frá 1. ágúst 2025 til 1. júlí 2030.

Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu
Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant.

Tækifæri gervigreindar í menntun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið.

Framtíð menntunar er í einkarekstri
Á undanförnum árum hefur þátttaka einkaaðila í rekstri leikskóla í Reykjavík aukist þó nokkuð. Samkvæmt nýlegum tölum fjölgaði börnum á sjálfstætt starfandi leikskólum um 13% á sama tíma og börnum fækkaði um 9% á leikskólum undir stjórn Reykjavíkurborgar (2014–2022).

Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið?
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum.

Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla
Ráðist var á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla í dag. Móðir drengsins segir hann slasaðan á kvið. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og stefnir fjölskyldan á að kæra árásina á morgun. Vegna aldurs drengsins mun málið einnig verða tilkynnt til barnaverndar.

Leikskólinn – vara á markaði?
Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra.

Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind.

Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, virðist gefa lítið fyrir áform um aukna aðkomu atvinnulífsins að leikskólamálum. Hugsanavilla virðist vera í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en hinu opinbera að laða til sín kennara og fæstir spyrji að því hvað sé best fyrir sjálf börnin.

Hvað með allt þetta frí?
Sem kennari hefur mér verið bent á að ef kennarar vilja fá jöfn laun við almenna markaðinn er þeim hollast að vera ekki alltaf í fríi Fjórir mánuðir í fríi heyrði ég síðast fleygt fram. Djöfull hljómar það vel.