Facebook

Fréttamynd

Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Facebook og Google eru blóðsugur

Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook.

Erlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu

Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana

„Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi.

Lífið
Fréttamynd

Facebook bannar efni sem afneitar helförinni

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana.

Erlent
Fréttamynd

Myndir af konum sem ekki eru grannvaxnar sleppi síður í gegn á Facebook

„Ég hef ekki lent í því áður að Facebook síðunni sé lokað svona alveg eins núna. Hins vegar hef ég oft lent í því að einstaka vörur eða myndir séu bannaðar og komist ekki framhjá róbótinum sem metur það hvort auglýsingar geti sært blygðunarkennd fólks.“ Þetta segir Arna Sigrún Haraldsdóttir í samtali við Vísi.

Makamál