Páfagarður Nunnur og prestar horfi á klám, sem þó sé verkfæri djöfulsins Frans páfi, æðsti maður innan kaþólsku kirkjunnar, hefur varað við því að prestar og nunnur horfi á klám á netinu. Hann segir klám vera til þess fallið að veikja prestshjartað, auk þess sem það sé verkfæri djöfulsins. Erlent 26.10.2022 19:23 Bandaríkjamaður fékk ekki að hitta páfann og trylltist Bandarískur karlmaður braut tvær styttur er hann ferðaðist til Vatíkansins í gær. Maðurinn krafðist þess að fá að hitta páfann en þegar hann fékk ekki að gera það snöggreiddist hann. Maðurinn er nú í haldi ítölsku lögreglunnar. Erlent 6.10.2022 06:35 Björguðu grunuðum bankaræningja úr göngum nærri Vatíkaninu Slökkviliðsmenn á Ítalíu björguðu í dag karlmanni sem hafði fests í göngum sem hann gróf sjálfur í Rómarborg nærri Vatíkaninu. Talið er að maðurinn hafi verið að grafa göngin til þess að ræna banka en hann festist eftir að þau hrundu. Erlent 12.8.2022 20:04 Útilokar ekki að setjast í helgan stein Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga. Erlent 30.7.2022 11:28 Páfinn sendi Guðna kveðju er hann flaug yfir Ísland Frans fyrsti páfi sendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, kveðju í dag eftir að hann flaug yfir landið. Páfinn var á leið frá Vatíkaninu til Kanada. Innlent 24.7.2022 20:11 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Erlent 2.4.2022 23:02 Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Erlent 20.2.2022 14:31 Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Erlent 20.1.2022 15:31 Páfinn segir það sjálfselskt að velja gæludýr fram yfir börn Frans páfi segir sjálfselskt þegar fólk velur að eignast gæludýr í stað barna. Fólki kynni að þykja það fyndið en svona væri raunveruleikinn, sagði hann þegar hann ávarpaði viðstadda í Páfagarði. Erlent 6.1.2022 07:32 Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25.12.2021 19:06 Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum. Fótbolti 15.12.2021 12:00 Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. Erlent 29.10.2021 07:01 Páfi hafnar fréttum um að hann ætli að segja af sér Frans páfi segir ekkert hæft í fréttum ítalskra fjölmiðla um að ætli að segja af sér á næstunni. Hann lifi nú fullkomulega eðlilegu lífi eftir ristilaðgerð sem hann gekkst undir í júlí. Erlent 1.9.2021 10:09 Páfinn við hestaheilsu eftir aðgerð Frans páfi gekkst undir hnífinn í dag þegar framkvæmd var aðgerð á stórþörmum hans. Aðgerðin gekk að vonum vel. Erlent 4.7.2021 23:31 Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum. Erlent 3.7.2021 19:35 Páfagarður mótmælir banni á hatursáróðri gegn hinsegin fólki Páfagarður hefur hvatt ítölsk stjórnvöld til að breyta lagatillögu sem myndi glæpavæða fordóma gegn hinsegin fólki. Páfagarður segist áhyggjufullur um að lögin myndu takmarka hugsanafrelsi kaþólsku kirkjunnar. Erlent 22.6.2021 16:28 Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Erlent 4.6.2021 22:43 Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Erlent 1.6.2021 13:08 Lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækar þjóðir verði bólusettar Annað árið í röð var páskaguðsþjónustu að mestu streymt á netinu. Í páskaávarpi sínu lagði Frans páfi áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar. Erlent 4.4.2021 20:46 Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar. Innlent 17.3.2021 15:51 Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. Erlent 16.3.2021 16:42 Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Erlent 15.3.2021 14:49 Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Innlent 5.3.2021 08:47 Páfi skipar konu sem annan varaformann biskuparáðsins Kona mun nú í fyrsta sinn sitja í embætti varaformanns biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, sem er páfa til ráðgjafar. Páfagarður tilkynnti í gær að Francis páfi hefði skipað Nathalie Becquart, franska nunnu, í embættið. Erlent 7.2.2021 21:18 Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Erlent 17.12.2020 12:34 Rannsaka hvernig það gerðist að páfinn „like-aði“ fáklædda fyrirsætu Vatíkanið hefur hafið rannsókn á því hvernig það kom til að opinber Instagram-aðgangur páfa „like-aði“ mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Ekki liggur fyrir hvenær atvikið átti sér stað en á myndinn var fyrirsætan, Natalia Garibotto, klædd í skólabúning. Erlent 20.11.2020 11:13 Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. Erlent 11.11.2020 20:37 Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Erlent 10.11.2020 18:25 Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Erlent 21.10.2020 22:02 Hafna beiðni Pompeo að fá áheyrn hjá páfa Páfagarður í Róm hefur hafnað beiðni frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að hann fái áheyrn hjá páfa. Erlent 1.10.2020 07:12 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Nunnur og prestar horfi á klám, sem þó sé verkfæri djöfulsins Frans páfi, æðsti maður innan kaþólsku kirkjunnar, hefur varað við því að prestar og nunnur horfi á klám á netinu. Hann segir klám vera til þess fallið að veikja prestshjartað, auk þess sem það sé verkfæri djöfulsins. Erlent 26.10.2022 19:23
Bandaríkjamaður fékk ekki að hitta páfann og trylltist Bandarískur karlmaður braut tvær styttur er hann ferðaðist til Vatíkansins í gær. Maðurinn krafðist þess að fá að hitta páfann en þegar hann fékk ekki að gera það snöggreiddist hann. Maðurinn er nú í haldi ítölsku lögreglunnar. Erlent 6.10.2022 06:35
Björguðu grunuðum bankaræningja úr göngum nærri Vatíkaninu Slökkviliðsmenn á Ítalíu björguðu í dag karlmanni sem hafði fests í göngum sem hann gróf sjálfur í Rómarborg nærri Vatíkaninu. Talið er að maðurinn hafi verið að grafa göngin til þess að ræna banka en hann festist eftir að þau hrundu. Erlent 12.8.2022 20:04
Útilokar ekki að setjast í helgan stein Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga. Erlent 30.7.2022 11:28
Páfinn sendi Guðna kveðju er hann flaug yfir Ísland Frans fyrsti páfi sendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, kveðju í dag eftir að hann flaug yfir landið. Páfinn var á leið frá Vatíkaninu til Kanada. Innlent 24.7.2022 20:11
Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Erlent 2.4.2022 23:02
Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Erlent 20.2.2022 14:31
Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Erlent 20.1.2022 15:31
Páfinn segir það sjálfselskt að velja gæludýr fram yfir börn Frans páfi segir sjálfselskt þegar fólk velur að eignast gæludýr í stað barna. Fólki kynni að þykja það fyndið en svona væri raunveruleikinn, sagði hann þegar hann ávarpaði viðstadda í Páfagarði. Erlent 6.1.2022 07:32
Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25.12.2021 19:06
Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum. Fótbolti 15.12.2021 12:00
Biden sækir G20-fund og hittir páfann fyrir loftslagsráðstefnuna Joe Biden Bandaríkjaforseti er kominn til Evrópu þar sem hann verður viðstaddur tvo fundi á næstu dögum. Forsetinn byrjar í Róm þar sem G20 ríkin hittast til að ræða skattamál og þá mun hann hitta Frans Páfa í Vatíkaninu en Biden er aðeins annar kaþólikkinn í sögu Bandaríkjanna sem sest á forsetastól. Erlent 29.10.2021 07:01
Páfi hafnar fréttum um að hann ætli að segja af sér Frans páfi segir ekkert hæft í fréttum ítalskra fjölmiðla um að ætli að segja af sér á næstunni. Hann lifi nú fullkomulega eðlilegu lífi eftir ristilaðgerð sem hann gekkst undir í júlí. Erlent 1.9.2021 10:09
Páfinn við hestaheilsu eftir aðgerð Frans páfi gekkst undir hnífinn í dag þegar framkvæmd var aðgerð á stórþörmum hans. Aðgerðin gekk að vonum vel. Erlent 4.7.2021 23:31
Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum. Erlent 3.7.2021 19:35
Páfagarður mótmælir banni á hatursáróðri gegn hinsegin fólki Páfagarður hefur hvatt ítölsk stjórnvöld til að breyta lagatillögu sem myndi glæpavæða fordóma gegn hinsegin fólki. Páfagarður segist áhyggjufullur um að lögin myndu takmarka hugsanafrelsi kaþólsku kirkjunnar. Erlent 22.6.2021 16:28
Krefst þess að Páfagarður biðjist afsökunar á ofbeldi í heimavistarskólum Forsætisráðherra Kanada segir það mikil vonbrigði að kaþólska kirkjan hafi ekki beðist formlega afsökunar á ofbeldi gegn börnum af frumbyggjaættum, sem fór fram í skólum í Kanada um áraraðir. Hann kallar eftir því að kirkjan taki ábyrgð á ofbeldinu eftir áralanga þöggun. Erlent 4.6.2021 22:43
Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Erlent 1.6.2021 13:08
Lagði áherslu á mikilvægi þess að fátækar þjóðir verði bólusettar Annað árið í röð var páskaguðsþjónustu að mestu streymt á netinu. Í páskaávarpi sínu lagði Frans páfi áherslu á mikilvægi þess að fátækustu þjóðir heims yrðu bólusettar. Erlent 4.4.2021 20:46
Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar. Innlent 17.3.2021 15:51
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. Erlent 16.3.2021 16:42
Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Erlent 15.3.2021 14:49
Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Innlent 5.3.2021 08:47
Páfi skipar konu sem annan varaformann biskuparáðsins Kona mun nú í fyrsta sinn sitja í embætti varaformanns biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, sem er páfa til ráðgjafar. Páfagarður tilkynnti í gær að Francis páfi hefði skipað Nathalie Becquart, franska nunnu, í embættið. Erlent 7.2.2021 21:18
Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Erlent 17.12.2020 12:34
Rannsaka hvernig það gerðist að páfinn „like-aði“ fáklædda fyrirsætu Vatíkanið hefur hafið rannsókn á því hvernig það kom til að opinber Instagram-aðgangur páfa „like-aði“ mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Ekki liggur fyrir hvenær atvikið átti sér stað en á myndinn var fyrirsætan, Natalia Garibotto, klædd í skólabúning. Erlent 20.11.2020 11:13
Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. Erlent 11.11.2020 20:37
Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Erlent 10.11.2020 18:25
Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Frans páfi er fyrsti páfinn til að lýsa yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para. Það gerði hann í ummælum í heimildarmynd sem frumsýnd var í dag en talin er hafa verið tekin upp í fyrra. Erlent 21.10.2020 22:02
Hafna beiðni Pompeo að fá áheyrn hjá páfa Páfagarður í Róm hefur hafnað beiðni frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að hann fái áheyrn hjá páfa. Erlent 1.10.2020 07:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent