Píratar

Fréttamynd

Á­fallið kalli á heildar­endur­skoðun

Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varpið gangi gegn eigin mark­miðum

Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­mæli um stjórnar­skrár­brot

Kosningalög voru uppfærð síðasta vor, í þeim breytingum var mælt fyrir um nokkrar reglugerðir, drög að þeim reglugerðum liggja nú fyrir. Því miður eru á þeim alvarlegir gallar, allt að því að mæla fyrir um framkvæmd sem gengur gegn stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Lifir lýð­ræðið gervi­greindina af?

Systkini sitja saman við morgunverðarborðið og skrolla á sitthvoru tækinu á samfélagsmiðlum. Algrím samfélagsmiðlana mata þau með svo ólíkum upplýsingum um heiminn að þau gætu allt eins búið í sitthvoru stjörnukerfinu en ekki á sama heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað á að gera við afa?

Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði.

Skoðun
Fréttamynd

Kafa ofan í „stóra bíla­stæða­málið“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. 

Innlent
Fréttamynd

Gengið of nærri björgunar­sveitum

Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar stjórnist af til­finningum og ótta

Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Nota garðslöngu sem sturtu og sofa á mygluðum dýnum

Landsmenn fengu þarfa innsýn inn í stöðu fanga á Íslandi í þætti Kveiks í vikunni. Í þættinum var þó aðeins sýnt brotabrot af því hve afleitar aðstæður eru í fangelsum landsins, og þá sérstaklega á Litla hrauni. Eina leiðin til þess að átta sig almennilega á þeim er að sjá þær með eigin augum eða virkilega hlusta þegar fangar stíga fram og lýsa eigin raunveruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­mála um að um­ræðan hafi harðnað

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Orkumálaáróður ráð­herra

Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Útrýmum ó­vissu Grind­víkinga

Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. 

Skoðun
Fréttamynd

Skellti upp úr yfir ó­væntum hávaðakvörtunum

Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Píratar festast ekki bara á klósettinu

Fótboltakempur á Kaffibarnum, píratar fastir í lyftu og utanríkisráðherra á Kjarval. Já, það gengur á með meiru en frosti á okkar blessaða landi þar sem frægir eru iðullega á ferðinni.

Lífið
Fréttamynd

Bíða við­bragða ríkis­stjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Öfug­snúin um­ræða í orku­málum

Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda?

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei mælst minni í Þjóðar­púlsi Gallup

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar upp á drottninguna á árinu

Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.

Lífið
Fréttamynd

Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn

Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn.

Innlent
Fréttamynd

Efna­hags­stjórn Pírata

Ég skal vera fyrstur til þess að viðurkenna að þegar fólk hugsar um efnahagsstjórn, þá hugsar það líklega ekki strax um Pírata. Það eru hins vegar fjölmargar ástæður fyrir því að fólk ætti að íhuga efnahagsstefnu Pírata í staðinn fyrir núverandi frasaefnahagsstjórn.

Skoðun
Fréttamynd

Trölli fær ekki að stela hjóla­jólunum

Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. 

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert spurst til Navalní og Þór­hildur Sunna krefst upp­lýsinga

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 

Erlent