Besta deild karla

Fréttamynd

Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld

Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“

Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fannst ég oft geta gert betur“

Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins

Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmaður KR smitaðist

Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Snær ó­brotinn en fékk heila­hristing

Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, þurfti að fara af velli í 0-3 tapi Fylkis gegn Víkingum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir harkalegan árekstur. Aron Snær er óbrotinn en fékk heilahristing og veit ekki hversu lengi hann verður frá.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið

Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum.

Íslenski boltinn