Besta deild karla

Fréttamynd

Hver tekur við KR?

Knattspyrnudeild KR tilkynnti í gær að Rúnar Kristinsson mun ekki stýra liðinu áfram en hann hefur verið við stjórnvölin frá 2017. En hver tekur við af goðsögninni í Vesturbænum? Vísir hefur tekið saman lista af kandídötum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson ekki áfram með KR

KR tilkynnti nú rétt í þessu að félagið muni ekki endurnýja samningi sinn við Rúnar Kristinsson sem rennur út núna um mánaðarmótin. Rúnar hefur stýrt liði KR síðan 2017 og undir hans stjórn hefur KR unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.

Fótbolti
Fréttamynd

Missti af leik vegna barneigna

Pétur Bjarnason var ekki í leikmannahópi Fylkis þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við HK í neðri hluta Bestu deildarinnar í gær. Leikmaðurinn hafði komið við sögu í öllum nema einum leik Fylkis á þessu tímabili og spurningar vöknuðu um ástæðu fjarverunnar. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer fögrum orðum um Arnar og býður hann vel­kominn: „Sigur­vilji í æðum hans“

Guð­jón Þórðar­son, einn sigur­sælasti þjálfari ís­lenskrar fót­bolta­sögu, fer fögrum orðum um sveitunga sinn Arnar Gunn­laugs­son, þjálfarann titla­óða sem á dögunum jafnaði met Guð­jóns. Arnar sé ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn þegar kemur að boltanum og afar vel til þess búinn að taka skrefið út í heim í þjálfun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Víkingur R. - FH 2-1 | Ís­lands­meistararnir með endur­komu­sigur

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir misstu þar af mjög mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti, eru nú þremur stigum frá Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Kefla­vík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík

Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“

„Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag.

Sport