Ráðning Auðuns Georgs

Fréttamynd

Sagði sig frá starfinu

Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafi gengið heldur hart fram

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ófremdarástand á RÚV

Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastjóri í einn dag

"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Boðaðir á fund menntanefndar

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og útvarpsráð Ríkisútvarpsins verða kallaðir á fund menntamálanefndar til að ræða stöðuna í útvarpinu í kjölfar fréttastjóramálsins. Gunnar I. Birgisson, formann nefndarinnar, og Mörð Árnason, fulltrúa Samfylkingar, greinir á um alvarleika málsins.

Innlent
Fréttamynd

Markús hlýtur að hugsa sinn gang

Formaður Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, telur að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hljóti að hugsa sinn gang nú þegar Auðun Georg Ólafsson hafi ákveðið að taka ekki við starfi fréttastjóra útvarpsfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Sökuðu stjórnarflokka um valdarán

Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Enn lýst vantrausti á Markús

Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra

"Hvorki fréttamenn né aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins líta á Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra, þótt hann komi hér til starfa," sagði Broddi Broddason fréttamaður síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra

Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn

Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastjóri losaður undan rekstri

Friðrik Páll Jónsson fréttamaður hefur afsalað sér starfi afleysingafréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá og með morgundeginum. Í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag segir hann m.a. að losa þurfi fréttastjóra undan rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg tekur starfið

Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðningu fjarstæðukennda

Fundur verður haldinn í Ríkisútvarpinu á morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá og með 1. apríl. Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri útvarpsins, segir ráðningu Auðuns Georgs fjarstæðukennda.

Innlent
Fréttamynd

Ráðningin verði endurskoðuð

Alþjóðasamtök blaðamanna hafa lýst yfir fullum stuðningi við fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hafa hótað aðgerðum ef ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar, nýráðins fréttastjóra, verður ekki dregin til baka. Samtökin skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að endurskoða ráðninguna.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn auglýsa í Morgunblaðinu

Fréttamenn Ríkisútvarpsins birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem þeir segjast ekki geta treyst fréttastjóra með afar takamarkaða reynslu af fréttamennsku. Tilefnið er ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar en hann á hefja störf þann 1. apríl, eftir eina viku.

Innlent
Fréttamynd

Staðið við fyrri ályktanir

Fréttamenn Ríkisútvarps, Sjónvarps og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins funduðu í hádeginu í gær ásamt tæknimannahóp til að ræða ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Hann á að taka til starfa 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Skussinn fær verðlaun

Það er einkennilegt að sjá þetta frumvarp koma mitt í hatrömmum deilum um útvarpið. Í viðtali í vikunni talaði Markús Örn Antonsson um ferska vinda sem þyrftu að leika um Ríkisútvarpið. Þá ósk má sjálfsagt best uppfylla með því að hann segi sjálfur upp...

Fastir pennar
Fréttamynd

BSRB styður kröfu starfsmanna RÚV

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við kröfu Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fagleg og sanngjörn sjónarmið beri jafnan að hafa í heiðri við ráðningu starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Málið ekki í höndum Auðuns Georgs

"Málið er ekki í mínum höndum," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Trúverðugleiki í hættu

Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir áhyggjum af því að trúverðugleiki Útvarpsins bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast rökstuðnings

Umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins eru nú að ganga frá bréfum til þar til bærra stjórnenda á Ríkisútvarpinu, þar sem sett er fram krafa um rökstuðning fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Hafi veist að heiðri fréttamanna

Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki glóra í orðum Markúsar

Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekki vinna með Auðuni

Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna.

Innlent