Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. september 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira