Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2022 22:30 Stífla Skeiðsfossvirkjunar er 30 metra há. Stífluvatn fyrir innan. Sigurjón Ólason Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt en þar lét Rafveita Siglufjarðar reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. „Á þessum tíma var hún hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og var lengi hæsta stífla á Íslandi,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, um stífluna sem sökkti dalnum. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Það er sérstakt við stíflustaðinn að hann heitir frá fornu fari Stífla. Lónið sem myndaðist fyrir innan stífluna hlaut því nafn af örnefninu en ekki mannvirkinu. „Það fór nú ekki mikið í eyði um leið og þetta skeði vegna þess að það fór ekkert hús undir vatn. Það fóru engjar og einhver tún. En sjö bæir fóru i eyði á árunum á eftir,“ segir stöðvarstjórinn. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út fyrir virkjun en málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalnum.Kristinn G. Jóhannsson/Ómar Ragnarsson En var einhver andstaða gegn þessu á sínum tíma? „Ekki mikið samt. En það voru samt sumir mjög á móti þessu. Sumum þótti þetta mjög sárt,“ svarar Kristján. Virkjunin þjónaði fyrst eingöngu Siglufirði og var afl hennar þá 1,8 megavött. Síðar einnig Ólafsfirði og Fljótum eftir að önnur aflvél bættist við árið 1954 og var virkjunin þá orðin 3,2 megavött. Önnur virkjun var byggð neðar í ánni, Skeiðsfossvirkjun 2, gangsett árið 1976, með afl upp á 1,7 megavött, og er heildarafl beggja virkjana núna 4,9 megavött. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945. Virkjunin er núna í eigu Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK.Sigurjón Ólason Kristján lætur af störfum í haust eftir 42 ára starf við virkjunina, þar af sem stöðvarstjóri í 33 ár. -Heldurðu að svona yrði gert í dag? „Nei, alveg örugglega ekki. Þetta er allt of lítið raunverulega til þess að gera svona.“ -Þetta er náttúrlega svakaleg aðgerð að sökkva heilum dal? „Já, já.“ Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Þetta er hins vegar afturkræf framkvæmd. Það væri hægt að hleypa úr vatninu og jafnvel rífa stífluna. -Er einhver umræða í dag um að leggja hana niður og endurheimta dalinn? „Nei. Það hefur heyrst svo sem. Menn hafa sett þetta fram. En ég held að það sé ekki raunhæft.“ -En þetta væri samt hægt? „Það er allt hægt.“ -Þannig að hún er það sem kallað er afturkræf? „Hún er afturkræf, já, já,“ svarar stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Vatnsaflsvirkjanir Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt en þar lét Rafveita Siglufjarðar reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. „Á þessum tíma var hún hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og var lengi hæsta stífla á Íslandi,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, um stífluna sem sökkti dalnum. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Það er sérstakt við stíflustaðinn að hann heitir frá fornu fari Stífla. Lónið sem myndaðist fyrir innan stífluna hlaut því nafn af örnefninu en ekki mannvirkinu. „Það fór nú ekki mikið í eyði um leið og þetta skeði vegna þess að það fór ekkert hús undir vatn. Það fóru engjar og einhver tún. En sjö bæir fóru i eyði á árunum á eftir,“ segir stöðvarstjórinn. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út fyrir virkjun en málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalnum.Kristinn G. Jóhannsson/Ómar Ragnarsson En var einhver andstaða gegn þessu á sínum tíma? „Ekki mikið samt. En það voru samt sumir mjög á móti þessu. Sumum þótti þetta mjög sárt,“ svarar Kristján. Virkjunin þjónaði fyrst eingöngu Siglufirði og var afl hennar þá 1,8 megavött. Síðar einnig Ólafsfirði og Fljótum eftir að önnur aflvél bættist við árið 1954 og var virkjunin þá orðin 3,2 megavött. Önnur virkjun var byggð neðar í ánni, Skeiðsfossvirkjun 2, gangsett árið 1976, með afl upp á 1,7 megavött, og er heildarafl beggja virkjana núna 4,9 megavött. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945. Virkjunin er núna í eigu Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK.Sigurjón Ólason Kristján lætur af störfum í haust eftir 42 ára starf við virkjunina, þar af sem stöðvarstjóri í 33 ár. -Heldurðu að svona yrði gert í dag? „Nei, alveg örugglega ekki. Þetta er allt of lítið raunverulega til þess að gera svona.“ -Þetta er náttúrlega svakaleg aðgerð að sökkva heilum dal? „Já, já.“ Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Þetta er hins vegar afturkræf framkvæmd. Það væri hægt að hleypa úr vatninu og jafnvel rífa stífluna. -Er einhver umræða í dag um að leggja hana niður og endurheimta dalinn? „Nei. Það hefur heyrst svo sem. Menn hafa sett þetta fram. En ég held að það sé ekki raunhæft.“ -En þetta væri samt hægt? „Það er allt hægt.“ -Þannig að hún er það sem kallað er afturkræf? „Hún er afturkræf, já, já,“ svarar stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Vatnsaflsvirkjanir Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31
Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15