Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2023 13:09 Fjöldi ferðamanna er farinn að nálgast sama fjölda og var metárið 2018. Í ár dvelja ferðamenn hins vegar einni nóttu lengur en 2018. Vísir/Vilhelm Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. „Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
„Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira