Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Klopp segir tap kvöldsins mikið á­fall

    Það var þungt hljóðið í Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpool – eftir fimmta tap liðsins í röð á Anfield. Að þessu sinni var það Chelsea sem fór með þrjú stig heim frá Liverpool-borg, lokatölur 0-1 þökk sé sigurmarki Mason Mount.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Timo Werner viss um að mörkin fari að koma

    Timo Werner gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig seinasta sumar fyrir 53 milljónir punda. Þessi þýski sóknarmaður sem skoraði 28 mörk í 34 leikjum fyrir Leipzig á seinasta tímabili, en hefur nú aðeins skorað fimm mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Spurðu Real Madrid“

    Jose Mourinho, stjóri Tottenham, skaut laufléttum skotum til Madrídar á blaðamannafundi Tottenham í dag er hann var spurður út í Gareth Bale.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Marka­laust í þokunni á Sel­hurst Park

    Crystal Palace og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Selhurst Park í kvöld. Crystal Palace fékk því fjögur stig gegn Manchester United á tímabilinu eftir 3-1 sigur í fyrri leik liðanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Boris styður að Bretland og Írland haldi HM saman

    Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bretland og Írland til að halda saman heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þjóðirnar gætu sent inn sameiginlegt framboð um að fá að halda HM 2030.

    Fótbolti