Lengi lifir í gömlum glæðum Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks. Körfubolti 10. maí 2022 07:31
Lögmál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“ Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston. Körfubolti 9. maí 2022 17:45
Nikola Jokic valinn sá mikilvægasti í NBA annað tímabilið í röð Serbneski miðherjinn Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð en nokkrir bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir þessu. Körfubolti 9. maí 2022 16:02
Áreitti mömmu og ýtti við konu Chris Paul Chris Paul var æfur eftir framkomu ungs stuðningsmanns Dallas Mavericks í garð fjölskyldu hans á leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Körfubolti 9. maí 2022 15:01
Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Körfubolti 9. maí 2022 07:30
Einvígi Dallas og Phoenix komið aftur á byrjunarreit Dallas Mavericks jafnaði metin í 2-2 í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta karla í American Airlines-höllinni í kvöld. Körfubolti 8. maí 2022 22:24
Stríðsmennirnir sölluðu Skógarbirnina niður Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112. Körfubolti 8. maí 2022 09:31
Gríðarleg spenna þegar Milwauke Bucks komst yfir Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld. Körfubolti 7. maí 2022 22:21
Sixers og Dallas komu sér á blað Úrslitakeppnin í NBA körfuboltanum er í fullum gangi og fóru tveir leikir fram í gærnótt. Körfubolti 7. maí 2022 09:26
Magic Johnson ætlar að kaupa NFL-félag Magic Johnson á hlut í nokkrum íþróttafélögum og ætlar núna að bæta félagi í NFL-deildinni í þann hóp. Sport 6. maí 2022 09:01
Simmons frá í þrjá til fjóra mánuði í viðbót Ben Simmons, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá lengur en upphaflega var talið. Nú er ljóst að Simmons verður frá í þrjá til fjóra mánuði til viðbótar. Körfubolti 5. maí 2022 23:31
Enginn Embiid og enginn möguleiki fyrir Sixers Miami Heat er komið í 2-0 í einvíginu gegn Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar NBA eftir 119-103 sigur á heimavelli í nótt. Körfubolti 5. maí 2022 08:02
Sú fyrsta á eftir Michael Jordan til að ná sögulegum samningi Körfuboltakonan Dana Evans gerði á dögunum sögulegan samning við Jordan vörumerkið en það þarf nefnilega að fara aftur til gullaldarliðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum til að finna slíkan samning. Körfubolti 4. maí 2022 15:30
Magnaður Morant lét sverfa til stáls gegn Stríðsmönnunum Ja Morant átti stórkostlegan leik þegar Memphis Grizzlies jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 106-101 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Körfubolti 4. maí 2022 08:31
Draumaframmistaða Doncic dugði ekki til Mögnuð frammistaða Lukas Doncic dugði skammt fyrir Dallas Mavericks þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 121-114, í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Körfubolti 3. maí 2022 08:00
Nei eða Já: Rifist um Maxey eða Harden, Nautin þurfa nýja stjörnu og hvað verður um Zion? Hinn stórskemmtilegi leikur Nei eða Já var á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, ofvitana sem eru með honum í setti að spurningum er snúa að NBA-deildinni í körfubolta og þeir verða að svara játandi eða neitandi. Körfubolti 2. maí 2022 23:31
Mönnum heitt í hamsi er rætt var hvort Stríðsmennirnir væru bestir í Vestrinu „Golden State Warriors lítur langbest út af öllum liðunum í Vestrinu og eru búnir að líta best út alla úrslitakeppnina og fyrir mér eru þeir favorites í Vestrinu,“ segir Hörður Unnsteinsson í Lögmál leiksins í kvöld þar sem farið er yfir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2022 18:00
Golden State þraukaði eftir að Green var hent út úr húsi Þrátt fyrir að Draymond Green hafi verið rekinn út úr húsi í fyrri hálfleik vann Golden State Warriors Memphis Grizzlies, 116-117, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í gær. Körfubolti 2. maí 2022 08:31
Memphis síðasta liðið inn í undanúrslitin Memphis Grizzlies varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið lagði Minnesota Timberwolves 114-106. Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar. Körfubolti 30. apríl 2022 09:30
Búast við því að Jokic fái stærsta samning sögunnar Nikola Jokic er líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð en er einnig að skrifa undir sögulegan samning við Denver Nuggets. Körfubolti 29. apríl 2022 13:00
Fullkomið og sögulegt kvöld hjá Chris Paul og þrjú lið fóru áfram í NBA í nótt Þrjú einvígi kláruðust í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þar sem Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Dallas Mavericks tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna. Toronto Raptors, New Orleans Pelicans og Utah Jazz eru aftur á móti komin í sumarfrí. Körfubolti 29. apríl 2022 07:32
Lið Golden State og Milwaukee kláruðu bæði í nótt Golden State Warriors og NBA-meistarar Milwaukee Bucks tryggðu sér í nótt sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og sendu um leið lið Denver Nuggets og Chicago Bulls í sumarfrí. Körfubolti 28. apríl 2022 07:30
Mætti með kaffivélina sína í liðsflugvélina Jimmy Butler og félagar í körfuboltaliði Miami Heat standa í stórræðum þessa dagana enda á fullu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 27. apríl 2022 11:01
Miami komið áfram og sýning hjá Morant á lokakaflanum í sigri Memphis Miami Heat varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta og bættist þar í hóp með Boston Celtics. Körfubolti 27. apríl 2022 07:30
Stórstjörnunum í Brooklyn sópað í sumarfrí Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það gerði liðið með fjóra sigrinum í röð á Brooklyn Nets. Körfubolti 26. apríl 2022 07:31
Lögmál leiksins: Fáránlegt að henda Ben Simmons í ljónið sem vörn Boston er Farið var yfir hvað hefði gerst hefði Ben Simmons snúið aftur á völlinn í fjórða leik Brooklyn Nets og Boston Celtics. Nets eru 3-0 undir og nú er ljóst að Simmons verður ekki með í fjórða leik liðanna. Körfubolti 25. apríl 2022 18:01
Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Körfubolti 25. apríl 2022 11:01
Jókerinn enn á lífi en Pelíkanarnir jöfnuðu á móti efsta liðinu Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets unnu loksins leik í einvíginu á móti Golden State Warriors og komu í veg fyrir að Warriors yrðu fyrsta liðið til að komast áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í ár. Körfubolti 25. apríl 2022 07:30
Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Körfubolti 24. apríl 2022 09:30
Stærsti ósigur Bulls á heimavelli í sögu úrslitakeppnirnar Það fóru þrír leikir fram í NBA körfuboltanum í nótt. Allir leikir voru jafnir og spennandi nema leikurinn í Chicago. Körfubolti 23. apríl 2022 09:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti