Palestína

Fréttamynd

Dæla sjó í göng Hamas

Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahléstillagan sam­þykkt og Ís­land kaus með

Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 

Erlent
Fréttamynd

Reiði og piparúðabrúsar á mót­mælum við banda­ríska sendi­ráðið

Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. 

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­stofnun setur fjöl­skyldu­sameiningar Palestínu­manna í for­gang

Utanríkisráðherra segir að Ísland og Norðurlöndin muni styðja tillögu Egyptlands og Máritáníu um tafarlaust vopnahlé á Gaza og jafnvel vera meðflutningsmenn á tillögunni. Stjórnvöld hafi aukið framlög til neyðaraðstoðar við Palestínu og Útlendingastofnun sett sameiningu fjölskyldna fólks frá Palestínu í sérstakan forgang.

Innlent
Fréttamynd

Heilu fjöl­skyldurnar þurrkaðar út í á­rásum Ísraelshers

Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október.

Erlent
Fréttamynd

Kallað eftir við­skipta­þvingunum á hendur Ísraelum

Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Friðarhugvekja

Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

From Hope to Heartbreak: Sameer and Yazan's Dreams in Peril

In a world filled with complexities, where borders blur and humanity stands at a crossroads, the fate of two young souls, Sameer (12) and Yazan (14), hangs in the balance. Their story is one of resilience, hope, and the pursuit of a better life, but the Icelandic Directorate of Immigration threatens to shatter their dreams by deporting them to Greece.

Skoðun
Fréttamynd

Segir nánast ó­mögu­legt að koma hjálpar­gögnun inn á Gasa

Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast tafar­lausra við­bragða við voða­verkum á Gasa

Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna

Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Börn og full­orðnir halda á­fram að falla á Gaza

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Á­kall um tafar­laust vopna­hlé í­trekað

Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær.

Innlent
Fréttamynd

Segir mál drengjanna skera sig í hjartað

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Hvar stendur Fram­sókn?

Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina.

Skoðun