Skagafjörður Fékk lífið sjálft að gjöf eftir harðan árekstur á afmælisdaginn Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst segist hafa fengið lífið sjálft að gjöf síðastliðinn sunnudag, afmælisdag hennar, eftir að hafa gengið nær ósködduð frá alvarlegu umferðarslysi í grennd við Hofsós. Innlent 9.3.2022 09:01 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. Innlent 19.2.2022 23:52 Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Innlent 19.2.2022 14:29 Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir. Innlent 18.2.2022 10:27 Þær vilja taka við stöðu rektors Háskólans á Hólum Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn. Innlent 9.2.2022 07:45 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Innlent 30.1.2022 22:30 Bjarni Haraldsson á Sauðárkróki er látinn Bjarni Haraldsson, verslunarmaður á Sauðárkróki, er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt gærdagsins. Innlent 18.1.2022 09:57 Kviknaði í tengivagni flutningabíls í Fljótum Slökkvilið Fjallabyggðar var kallað út eftir að eldur kom upp í tengivagni flutningabíls á Siglufjarðarvegi, nærri Laugalandi í Fljótum, skömmu eftir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Innlent 12.1.2022 08:50 Kosið verði um sameiningu Akrahrepps og Skagafjarðar í febrúar Samstarfsnefnd sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Innlent 9.12.2021 07:27 Yngsti æðarbóndi landsins ætlar að koma æðardúnsvefnpokanum á kortið Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðarbóndi landsins. Hann fer fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Icelandic Eider sem stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fjöldaframleiða æðardúnsvefnpoka. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:01 Íshellan sigið um 25 sentimetra frá í gærmorgun Sighraði á íshellunni í Grímsvötnum hefur haldist nokkuð jafn í nótt. GPS-mælir Veðurstofunnar sýnir að hellan hafi sigið um 25 sentimetra frá því um klukkan 10 í gærmorgun. Innlent 25.11.2021 09:42 Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. Innlent 25.11.2021 07:49 Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn. Innlent 10.11.2021 13:00 Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. Innlent 5.11.2021 16:52 „Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna“ „Í lok síðasta árs var haft samband við okkur og okkur boðið að ferðast um Norðurlandið að spila tónlist Geirmundar Valtýssonar. Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna og þetta hefur reynst vera hið mesta ævintýri,“ segir Gunnar Hinrik Hafsteinsson meðlimur hljómsveitarinnar Undirleikararnir Tónlist 9.10.2021 14:11 Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu. Innlent 8.10.2021 08:29 Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Innlent 28.9.2021 20:57 Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. Innlent 28.9.2021 18:04 Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28.9.2021 15:36 Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Innlent 28.9.2021 15:19 Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Innlent 24.9.2021 18:50 Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Innlent 24.9.2021 17:54 Guðni hættur með Stólana Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins. Fótbolti 15.9.2021 16:30 Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Innlent 11.9.2021 14:24 Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. Innlent 10.9.2021 19:13 Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. Innlent 10.9.2021 16:16 27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48 Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Innlent 6.8.2021 11:42 Bíll valt á Þverárfjallsvegi en allir sluppu með skrekkinn Bíll valt af Þverárfjallsvegi á Skaga rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum þegar hann valt, kona og karl frá Þýskalandi. Bæði komust þau sjálf úr bílnum og reyndust heil á húfi. Innlent 29.7.2021 20:11 Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Innlent 19.7.2021 17:56 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 14 ›
Fékk lífið sjálft að gjöf eftir harðan árekstur á afmælisdaginn Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst segist hafa fengið lífið sjálft að gjöf síðastliðinn sunnudag, afmælisdag hennar, eftir að hafa gengið nær ósködduð frá alvarlegu umferðarslysi í grennd við Hofsós. Innlent 9.3.2022 09:01
Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. Innlent 19.2.2022 23:52
Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Innlent 19.2.2022 14:29
Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir. Innlent 18.2.2022 10:27
Þær vilja taka við stöðu rektors Háskólans á Hólum Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn. Innlent 9.2.2022 07:45
Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. Innlent 30.1.2022 22:30
Bjarni Haraldsson á Sauðárkróki er látinn Bjarni Haraldsson, verslunarmaður á Sauðárkróki, er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt gærdagsins. Innlent 18.1.2022 09:57
Kviknaði í tengivagni flutningabíls í Fljótum Slökkvilið Fjallabyggðar var kallað út eftir að eldur kom upp í tengivagni flutningabíls á Siglufjarðarvegi, nærri Laugalandi í Fljótum, skömmu eftir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Innlent 12.1.2022 08:50
Kosið verði um sameiningu Akrahrepps og Skagafjarðar í febrúar Samstarfsnefnd sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Innlent 9.12.2021 07:27
Yngsti æðarbóndi landsins ætlar að koma æðardúnsvefnpokanum á kortið Árni Rúnar Örvarsson er yngsti æðarbóndi landsins. Hann fer fyrir nýsköpunarfyrirtækinu Icelandic Eider sem stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fjöldaframleiða æðardúnsvefnpoka. Viðskipti innlent 7.12.2021 09:01
Íshellan sigið um 25 sentimetra frá í gærmorgun Sighraði á íshellunni í Grímsvötnum hefur haldist nokkuð jafn í nótt. GPS-mælir Veðurstofunnar sýnir að hellan hafi sigið um 25 sentimetra frá því um klukkan 10 í gærmorgun. Innlent 25.11.2021 09:42
Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. Innlent 25.11.2021 07:49
Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn. Innlent 10.11.2021 13:00
Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. Innlent 5.11.2021 16:52
„Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna“ „Í lok síðasta árs var haft samband við okkur og okkur boðið að ferðast um Norðurlandið að spila tónlist Geirmundar Valtýssonar. Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna og þetta hefur reynst vera hið mesta ævintýri,“ segir Gunnar Hinrik Hafsteinsson meðlimur hljómsveitarinnar Undirleikararnir Tónlist 9.10.2021 14:11
Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu. Innlent 8.10.2021 08:29
Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Innlent 28.9.2021 20:57
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. Innlent 28.9.2021 18:04
Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28.9.2021 15:36
Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Innlent 28.9.2021 15:19
Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Innlent 24.9.2021 18:50
Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Innlent 24.9.2021 17:54
Guðni hættur með Stólana Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins. Fótbolti 15.9.2021 16:30
Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Innlent 11.9.2021 14:24
Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. Innlent 10.9.2021 19:13
Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. Innlent 10.9.2021 16:16
27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut. Innlent 7.8.2021 19:48
Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Innlent 6.8.2021 11:42
Bíll valt á Þverárfjallsvegi en allir sluppu með skrekkinn Bíll valt af Þverárfjallsvegi á Skaga rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum þegar hann valt, kona og karl frá Þýskalandi. Bæði komust þau sjálf úr bílnum og reyndust heil á húfi. Innlent 29.7.2021 20:11
Úr greiningardeildinni í lögreglustjóraembætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Innlent 19.7.2021 17:56