Styttur og útilistaverk

Fréttamynd

Hroki lista­kvenna

Í tilefni umræðu fjölmiðla síðustu daga um stuld listakvennanna Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur á verki Ásmundar Sveinssonar afa míns Fyrstu hvítu móðurinni vil ég nefna nokkur atriði.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­ríður komin í hald lög­reglu

Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Feil­skot við Nýló

Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að bera virðingu fyrir list­rænu frelsi fólks“

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra.

Innlent
Fréttamynd

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Innlent
Fréttamynd

Afhjúpuðu styttu af þríeykinu

Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Menning
Fréttamynd

Stytta af Kobe og Giönnu sett upp á slysstaðnum

Í gær voru tvö ár liðin síðan að körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, dóttir hans Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Kaliforníu. Í tilefni þess var sett upp stytta af þeim Kobe og Giönnu á slysstaðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Héðinn snýr heim - vonandi í vor

Vestur­bæingar sakna mjög eins þekktasta minnis­merkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimars­syni verka­lýðs­foringja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eig­endurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verka­lýðs­daginn 1. maí.

Innlent
Fréttamynd

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir

Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Innlent
Fréttamynd

Um­deild stytta í Char­lottes­vil­le fjar­lægð

Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri.

Erlent
Fréttamynd

Felldu styttu af hönnuði heima­vistar­skólanna

Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Erlent