Ítalski boltinn

Fréttamynd

Inter á toppinn eftir magnaða endur­komu

Ítalíumeistarar Inter lentu 0-2 undir gegn Empoli á heimavelli í kvöld en unnu á endanum 4-2 sigur sem þýðir að liðið er tímabundið komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Rekinn og um leið öruggur um laun næstu tvö ár

Walter Mazzarri hefur verið rekinn úr starfi þjálfara ítalska knattspyrnufélagsins Cagliari. Þessi sextugi þjálfari, sem á sínum tíma var orðaður við Liverpool, var með óvenjulega klásúlu í samningi sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Leão hetja toppliðsins

Rafael Leão skoraði eina mark leiksins er AC Milan vann 1-0 sigur á Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Moise Kean hetja Juventus

Ítalska stórveldið Juventus vann nauman 2-1 útisigur á Sassuolo í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma

Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan misstígur sig í toppbaráttunni

Topplið AC Milan heimsótti Torino í leik sem Mílanó menn urðu að vinna til að halda sér í bílstjórasætinu í baráttunni um Ítalíumeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld gæti skemmt þær vonir þar sem Milan tókst ekki að skora og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Fótbolti