EM 2025 í Sviss

Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Sveindís: Við höfum þetta í okkar höndum og við ætlum okkur beint á EM
Sveindís Jane Jónsdóttir naut sín betur sóknarlega í seinni hálfleik þegar hún var með vindinn í bakið. Hún fékk ekki úr miklu að moða í þeim fyrri og þurfti því að finna önnur lóð til að leggja á vogaskálarnar í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í fjórðu umferð undankeppni EM í Sviss 2025.

Karólína: Hrikalega næs
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.

„Veit ekki hvað kom yfir mig“
„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.

„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“
„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.

Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja
Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.

Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Byrjunarliðið gegn Austurríki: Tvær breytingar og allar á skýrslu
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, gerir engar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Í þetta sinn eru líka allir leikmenn skráðir á skýrslu.

Þýskar komu til baka í Póllandi
Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli.

Markmaður Austurríkis ekki með gegn Íslandi í kvöld
Manuela Zinsberger, markvörður austurríska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með gegn Íslandi í kvöld.

Fan Zone á hinum mikilvæga leik stelpnanna okkar á þriðjudaginn
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar hálfgerðan úrslitaleik um sæti á næsta Evrópumóti þegar Austurríki kemur í heimsókn á þriðjudagskvöldið.

Pressa Þjóðverja bar loks árangur
Þýskaland er með fullt hús á toppi riðils 4 í undankeppni EM 2025 eftir 4-1 sigur á Póllandi í Rostock í kvöld.

„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“
„Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag.

„Mannleg mistök geta alltaf komið fyrir“
Tilfinningarnar voru blendnar hjá Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir jafnteflið við Austurríki, 1-1, í undankeppni EM 2025 í dag.

Einkunnir Íslands: Glódís dró vagninn í Austurríki
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Austurríki í undankeppni EM í dag.

Uppgjör: Austurríki - Ísland 1-1 | Fyrirliðinn bjargaði stigi með marki af vítapunktinum
Ísland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í undankeppni EM í dag. Heimakonur komust yfir með marki af vítapunktinum um miðjan fyrri hálfleik, en Glódís Perla Viggósdóttir svaraði í sömu mynt í síðari hálfleik.

Breyting á landsliðshópnum degi fyrir leik
Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki.

Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025.

Býst við að Sveindís Jane sé klár fyrir leikina mikilvægu
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, býst við að Sveindís Jane Jónsdóttir sé klár í slaginn fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni EM 2025.

„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“
Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi.

Þorsteinn valdi þrjá nýliða fyrir mikilvæga leiki
Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið.

Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi.

Sveindís Jane óbrotin og fór ekki úr axlarlið
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór hvorki úr axlarlið né axlarbrotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 sem fram fór ytra í gær. Búist var við hinu versta eftir að Sveindís Jane yfirgaf völlinn vegna meiðsla á öxl í fyrri hálfleik.

Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich!
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum.

Heimsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir
Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir undankeppni EM kvenna í knattspyrnu. Þá er England í góðum málum eftir fínan sigur á Írlandi.

„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru.

„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“
„Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025.

Myndaveisla frá tapinu í Aachen
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Þýskalandi ytra í annarri umferð undankeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss. Þýska stálið reyndist of sterkt að þessu sinni en íslenska liðið spilaði vel á köflum.

Sveindís Jane á leið í myndatöku eftir að fara meidd af velli
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leið í myndatöku á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir 3-1 tap Íslands ytra í undankeppni EM 2025.