Umhverfismál

Fréttamynd

Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji

Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Hitinn í methæðum í mánuð

Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt.

Erlent
Fréttamynd

Gos­móða suð­vestan­lands og á Suður­landi

Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra kort­leggur loft­gæði grunn- og leik­skóla­barna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Er metanvæðingin óttalegt prump?

Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið

Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­þefur í Ólafs­­firði „há­­tíð“ miðað við það sem áður var

Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Betra er að deila en að eiga

Þótt Hopp hafi einungis starfað hér á landi í rúm þrjú ár hefur fyrirtækið gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna þegar kemur að samgöngum.

Samstarf
Fréttamynd

„Slæma daga forðast ég að vera utan­dyra í hverfinu“

Bæjar­ráð Hvera­gerðis­bæjar harmar upp­lifun íbúa í Hvera­gerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lykt­mengunar og plast­salla sem sagður er berast frá endur­vinnslu­fyrir­tækinu Pure North. For­stjóri endur­vinnslunnar segir fyrir­tækið eiga í góðu sam­starfi við heil­brigðis­yfir­völd og leiti sí­fellt leiða til að bæta starf­semi sína.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fundar með Joe Biden

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun sækja leiðtogafund Norðurlandanna og Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki 13. júlí næstkomandi.

Innlent