Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Það þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæði til að binda jafnmörg tonn og losna á Norðurlandi vestra. Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira