Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2022 15:10 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá erfiðri reynslu sem tengist bágborinni heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en dóttir hennar var hætt komin. Meðferð á henni var fjarstýrt frá Reykjavík. Foto: Jóhann K/Jóhann K. Jóhannsson Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því. Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra. Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra.
Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00