EM 2022 í Englandi

Fréttamynd

„Lífið breyttist á skot­stundu“

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Karólína í raun verið meidd í heilt ár

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ef horft er til fram­tíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn­ eftir að springa út“

Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rekinn eftir slæmt gengi á EM

KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku þjóðhetjurnar skora á stjórnvöld

Leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara, Englands, hafa skrifað undir opið bréf til verðandi forsætisráðherra Bretlands þar sem skorað er á hann að veita öllum stúlkum í landinu tækifæri til þess að æfa og spila fótbolta í skólum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimasíðan hrundi er Ljónynjurnar fylltu Wembley

Miðar á fyrirhugaðan vináttuleik Evrópumeistara Englands og heimsmeistara Bandaríkjanna í nóvember seldust upp á innan við sólarhring. Miðar fóru í sölu í dag en heimasíða enska knattspyrnusambandsins höndlaði ekki álagið.

Fótbolti