Erlent Naktir hjólreiðamenn mótmæla í Mexíkó Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu. Erlent 11.6.2006 10:56 Loka varð hverfum í Frankfurt Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0. Erlent 11.6.2006 10:51 Abbas og Haniyeh funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki. Erlent 11.6.2006 10:06 Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. Erlent 11.6.2006 10:01 Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. Erlent 10.6.2006 17:49 3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. Erlent 10.6.2006 19:00 Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Erlent 10.6.2006 17:44 Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. Erlent 10.6.2006 11:01 Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. Erlent 10.6.2006 10:56 Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. Erlent 10.6.2006 10:52 Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Erlent 9.6.2006 22:26 Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. Erlent 9.6.2006 22:32 Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Erlent 9.6.2006 22:18 Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 9.6.2006 21:23 Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 15:42 Minni viðskiptahalli en búist var við Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali. Viðskipti erlent 9.6.2006 14:21 Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 13:52 Styður samruna evrópskra kauphalla Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Viðskipti erlent 9.6.2006 11:08 Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 08:28 Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 07:56 Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 07:44 Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 07:38 Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51 Danir hækka stýrivexti Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Viðskipti erlent 8.6.2006 15:36 Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 14:36 Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:59 Olíuverð lækkaði í dag Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:30 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi standa í 4,5 prósentum og hafa þeir haldist óbreyttir undanfarna 10 mánuði. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:21 Nikkei vísitalan ekki lægri í þrjú ár Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum. Viðskipti erlent 8.6.2006 11:02 Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47 « ‹ 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Naktir hjólreiðamenn mótmæla í Mexíkó Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu. Erlent 11.6.2006 10:56
Loka varð hverfum í Frankfurt Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0. Erlent 11.6.2006 10:51
Abbas og Haniyeh funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki. Erlent 11.6.2006 10:06
Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. Erlent 11.6.2006 10:01
Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. Erlent 10.6.2006 17:49
3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. Erlent 10.6.2006 19:00
Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Erlent 10.6.2006 17:44
Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. Erlent 10.6.2006 11:01
Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. Erlent 10.6.2006 10:56
Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. Erlent 10.6.2006 10:52
Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Erlent 9.6.2006 22:26
Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. Erlent 9.6.2006 22:32
Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Erlent 9.6.2006 22:18
Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 9.6.2006 21:23
Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 15:42
Minni viðskiptahalli en búist var við Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali. Viðskipti erlent 9.6.2006 14:21
Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 13:52
Styður samruna evrópskra kauphalla Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Viðskipti erlent 9.6.2006 11:08
Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 08:28
Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 07:56
Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 07:44
Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 07:38
Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51
Danir hækka stýrivexti Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Viðskipti erlent 8.6.2006 15:36
Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 14:36
Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:59
Olíuverð lækkaði í dag Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:30
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi standa í 4,5 prósentum og hafa þeir haldist óbreyttir undanfarna 10 mánuði. Viðskipti erlent 8.6.2006 13:21
Nikkei vísitalan ekki lægri í þrjú ár Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum. Viðskipti erlent 8.6.2006 11:02
Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47