Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Um allt land má finna ríkisjarðir, til að mynda í Grímsey. „Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu