Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að sundlaugum verði lokað á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur á meðan verið sé að ná tökum á kórónuveirufaraldurinn hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Smit greindist í starfsliði Rúmeníu

Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári hefði viljað taka lands­byggðina með

Kári Stefánsson segir veiruna það dreifða á höfuðborgarsvæðinu að líkur séu á að smituðum fari fjölgandi úti á landi miðað hversu mikil umferð er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Trump um veiruna hrella lækna

Lýðheilsu- og faraldsfræðingar eru forviða eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þjóð sinni að „óttast ekki“ kórónuveiruna og tók af sér grímu þrátt fyrir að vera sjálfur smitaður í gær. Orð og æði forsetans ganga þvert á tilmæli ríkisstjórnar hans vegna faraldursins sem hefur orðið meira en 210.000 manns að bana í landinu.

Erlent