Ítalski boltinn

Fréttamynd

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnautovic er ekki til sölu

Marco Di Vaio, yfirmaður fótboltamála hjá ítalska félaginu Bologna, segir framherjann Marko Arnautovic ekki vera til sölu en fregnir bárust af því um síðustu helgi að Manchester United hefði boðið í austurríska landsliðsmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert byrjar nýtt tímabil afar vel

Albert Guðmundsson, landsliðsamaður í fótbolta, skoraði tvö marka Genoa þegar liðið lagði Benevento að velli, 3-2, í 64 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Gustar um De Ligt: Var hann slakur eða Juventus?

Það gustar um hollenska miðvörðinn Matthijs De Ligt sem gekk nýverið í raðir Bayern München frá Juventus á Ítalíu. Nýr þjálfari hans Julian Nagelsmann segir æfingar hjá ítalska liðinu hafa verið slakar en fyrrum liðsfélagi hans gagnrýnir hugarfar kappans.

Fótbolti
Fréttamynd

Bætti treyjusölumet Ronaldo

Skipti Paulo Dybala frá Juventus til Roma virðast hafa kveikt vel í stuðningsmönnum liðsins frá höfuðborginni. Aldrei hafa fleiri treyjur selst á einum degi á Ítalíu og þegar hann samdi við Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester

„Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út.

Fótbolti