Enski boltinn

Man United á­fram með fullt hús stiga

Manchester United er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Það sem meira er þá á liðið enn eftir að fá á sig mark. Arsenal getur jafnað Man Utd að stigum með sigri á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United síðar í dag.

Enski boltinn

„Enginn veit hvað hefði gerst hefði Er­ling spilað“

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Leicester City í dag. Kevin De Bruyne steig upp í fjarveru Erling Braut Håland en framherjinn var fjarri góðu gamni í dag. Pep sagði að enginn geti spáð fyrir um hvernig leikurinn hefði spilast hefði Norðmaðurinn verið með.

Enski boltinn

„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

Enski boltinn

Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo

Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku.

Enski boltinn