Djokovic heiðraði Kobe eftir sögulegan sigur Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn. Sport 11. september 2023 07:30
Tefldi í símanum frekar en að fylgjast með tónleikum Drake Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum. Körfubolti 8. september 2023 09:30
Nýr leikmaður Lakers gæti leyft Davis að færa sig um set á vellinum Christian Wood hefur skrifað undir tveggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Það gefur Lakers svigrúm til að spila Anthony Davis í annarri stöðu á vellinum en Davis hefur gefið í skyn að hann vilji spila meira sem kraftframherji í vetur. Körfubolti 7. september 2023 18:00
Bronny James með meðfæddan og meðhöndlanlegan hjartagalla Orsök hjartastoppsins sem Bronny James fékk á æfingu í sumar má rekja til meðfædds hjartagalla. Bronny hefur verið í yfirgripsmiklum rannsóknum síðustu vikur sem leiddu þetta í ljós. Körfubolti 26. ágúst 2023 11:31
Heiðra minningu Kobe og reisa styttu NBA liðið Los Angeles Lakers mun heiðra minningu Kobe Bryant með því að reisa bronsstyttu af honum fyrir utan leikvang félagsins. Körfubolti 25. ágúst 2023 16:00
Stálu skóm stórstjörnunnar fyrir leik Sabrina Ionescu, stórstjarna New York Liberty liðsins í WNBA deildinni auglýsti eftir skónum sínum fyrir leik á móti Las Vegas Aces í gærkvöldi. Körfubolti 18. ágúst 2023 12:00
James Harden kallar forseta 76ers lygara Bandaríski körfuboltamaðurinn James Harden hefur flakkað á milli NBA félaga undanfarin ár og margoft beðið um að vera skipt í nýtt félag. Nú þegar það er ekki að ganga hjá honum í þetta skiptið þá úthrópar hann eiganda félagsins síns. Körfubolti 14. ágúst 2023 15:01
Tilfinningarnar báru Becky Hammon og Gregg Popovich ofurliði þegar Hammon var vígð inn í frægðarhöll NBA Gregg Popovich og Becky Hammon voru vígð inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gær. Hammon gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún þakkaði Popovich fyrir að hafa ráðið sig til starfa og Popovich átti einnig bágt með sig. Körfubolti 13. ágúst 2023 11:42
Segir Beyoncé og fleiri listamenn ýta undir Satanisma AJ Griffin, leikmaður Atlanta Hawks í NBA deildinni, varaði fólk á Twitter við því að fara á tónleika með Beyoncé enda væri hún að ýta undir Satanisma. Af einhverjum ástæðum ákvað hann að eyða tvítinu. Körfubolti 12. ágúst 2023 09:40
NBA sektaði Mauramanninn um sex milljónir þremur mánuðum eftir atvikið Það er mitt sumar og bæði langt frá síðasta NBA-leik og langt í næsta NBA-leik. Leikmenn deildarinnar eru samt ekki hólpnir þegar kemur að sektum. Körfubolti 10. ágúst 2023 15:01
Ætla að frumsýna nýju Kobe Bryant styttuna 8.8.24 Kobe Bryant heitinn fær af sér styttu fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers en styttan verður frumsýnd á næsta ári. Körfubolti 10. ágúst 2023 10:01
Stal 660 milljónum króna af NBA deildinni Terrence Williams er fyrrum leikmaður í NBA deildinni í körfubolta sem þarf að dúsa í fangelsi næsta áratuginn. Körfubolti 8. ágúst 2023 09:31
Tekur sér frí frá körfubolta til að huga að andlegu heilsunni Körfuboltakappinn Ricky Rubio hjá Cleveland Cavaliers er farinn í ótímabundið frí svo hann geti tekið á andlegum veikindum sínum. Körfubolti 6. ágúst 2023 15:30
Davis gerir risasamning við Lakers Los Angeles Lakers tók ekki í mál að missa Anthony Davis frá sér og galopnaði veskið til þess að halda honum. Körfubolti 5. ágúst 2023 21:32
Diana Taurasi fyrst til að skora tíu þúsund stig í WNBA Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi heldur áfram að bæta við stigamet sitt í WNBA deildinni í körfubolta og í nótt urðu stór tímamót hjá henni. Körfubolti 4. ágúst 2023 17:01
Í tveggja leikja bann í NBA deildinni fyrir að keyra fullur Bakvörður San Antonio Spurs missir af tveimur leikjum liðsins á komandi tímabili eftir NBA-deildin úrskurðaði í máli hans. Körfubolti 3. ágúst 2023 13:30
Steph Curry rappar um að pabbi hans kenndi honum að nota úlnliðinn Körfuboltamaðurinn, Steph Curry, sýnir á sér nýjar hliðar og rappar í tónlistarmyndbandi við rapp lagið Lil fish, big pond, sem er eftir rapparan Tobe Nwigwe. Sport 2. ágúst 2023 18:30
Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni. Körfubolti 1. ágúst 2023 22:31
Fyrir 699 dollara geturðu látið Jimmy Butler rústa þér 1-1 í körfubolta Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, stendur fyrir körfuboltabúðum fyrir 7-18 ára börn dagana 26. og 27. ágúst í Fort Lauderdale. Nokkrir heppnir þátttakendur geta borgað aukalega fyrir að spila 1-1 á móti Butler. Körfubolti 30. júlí 2023 23:30
Bronny James allur að braggast | Spilaði á píanó á Instagram Bronny James virðist vera að ná sér hratt og örugglega eftir að hafa lent í hjartastoppi á æfingu fyrir aðeins fimm dögum. Fyrr í kvöld birti faðir hans, LeBron James, myndband á Instagram þar sem Bronny spilar á píanó af miklum myndarbrag. Körfubolti 29. júlí 2023 23:15
NBA deildin varar öll liðin við vegna Lillard NBA deildin hefur brugðið á það ráð að senda öllum 30 liðunum sem leika í deildinni minnisblað og varað þau og aðra leikmenn við því að haga sér eins og Damien Lillard hefur víst gert eftir að tímabilinu lauk. Hann hefur látið það í veðri vaka að hann vilji bara fara til Miami Heat frá Portland Trailblazers. Körfubolti 29. júlí 2023 09:01
Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Körfubolti 28. júlí 2023 22:30
NBA stjörnurnar vilja komast til Sádí Arabíu Eftir að fréttir bárust af stjarnfræðilega háu launatilboði Al-Hilal til Kylian Mbappe virðist hafa kveiknað áhugi ýmissa stjörnuleikmanna í NBA að stökkva á olíupeningavagninn og spila í Sádí Arabíu. Körfubolti 27. júlí 2023 23:31
LeBron James þakkar fyrir stuðninginn og góðar kveðjur LeBron tjáði sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum í dag eftir að sonur hans, Bronny James, lenti í hjartastoppi á æfingu fyrir þremur dögum. Hann segir stuðninginn sem fjölskyldan finnur úr öllum áttum vera ómetanlegur. Körfubolti 27. júlí 2023 19:43
Kennarinn sá hann í fangelsi eftir fimm ár en fékk í gær stærsta samning sögunnar Bandaríski körfuboltamaðurinn Jaylen Brown skálaði væntanlega í kampavíni í gær eftir að hafa fengið stærsta peningasamninginn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 26. júlí 2023 12:31
Jaylen Brown skrifar undir stærsta samning í sögu NBA deildarinnar Boston Celtics og Jaylen Brown hafa komist að samkomulagi um fimm ára framlengingu á samningi Brown frá og með næsta tímabili. Virði samningsins er 304 milljónir dollara, sem er langstærsti samningur í sögu NBA. Körfubolti 25. júlí 2023 17:30
Sonur LeBrons lenti í hjartastoppi á æfingu Bronny James, sonur körfuboltastjörnunnar LeBrons James, lenti í hjartastoppi á æfingu með skólaliði sínu. Körfubolti 25. júlí 2023 14:43
Gríska undrið segir Sádunum að kaupa sig því hann líti út eins og Mbappé Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hvatti sádi-arabíska félagið Al-Hilal til að kaupa sig þar sem hann líti út eins og fótboltamaðurinn Kylian Mbappé. Fótbolti 25. júlí 2023 07:15
Michael Jordan selur Hornets eftir þrettán ár sem meirihluta eigandi Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur selt hlut sinn í Charlotte Hornets. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í félaginu síðustu þrettán ár. Sport 24. júlí 2023 07:01
Harden vill burt og eyðir öllu tengdu 76ers á samfélagsmiðlunum James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, er í fýlu og vill fara frá félaginu. Harden hefur eytt öllu tengt 76ers á samfélagsmiðlunum sínum. Sport 23. júlí 2023 19:16