Samkomubann á Íslandi

Fréttamynd

Óttast skipsbrot rétt undan landi

Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn.

Innlent
Fréttamynd

Willum boðar afléttingaráætlun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er verk­efnið – leiðin út

Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Sóttvarnarhræsni á Twitter

Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvað voru skipu­leggj­endur að hugsa?“

Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 

Innlent
Fréttamynd

Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit

Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 

Innlent
Fréttamynd

Sex spurningar til heil­brigðis­ráð­herra

Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé

Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar verði að gæta orða sinna í miðjum heims­far­aldri

Tómas Guð­bjarts­son, skurð­læknir hjá Land­spítala, finnst utan­ríkis­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins hafa talað ó­var­lega og af undar­legum hætti um far­aldurinn og sótt­varna­tak­markanir undan­farið. Land­spítali hefur starfað á neyðar­stigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas á­standið á skurð­deildunum skelfi­legt.

Innlent
Fréttamynd

Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna

Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. 

Innlent
Fréttamynd

„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu.

Sport
Fréttamynd

Hrað­próf hafa kostað 900 milljónir

Hrað­­próf við kórónu­veirunni hafa verið vin­­sæl undan­farið og sér­­stakar hrað­­prófs­­stöðvar hafa víðs­vegar skotið upp kollinum. Bæði heilsu­­gæsla og einka­­aðilar sjá um fram­­kvæmd slíkra prófa og Sjúkra­­tryggingar Ís­lands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri hug­myndir um Jans­sen löngu úr­eltar

Allar hug­myndir um góða virkni eins skammts af bólu­efni Jans­sen gegn kórónu­veirunni úr­eltust um leið og ný af­brigði veirunnar, delta og ó­míkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Jans­sen alveg eins og hin bólu­efnin; einn skammtur af Jans­sen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heil­brigðis­ráðu­neytið að líta það sömu augum og hin bólu­efnin þegar það breytti reglum um sótt­kví þrí­bólu­settra.

Innlent
Fréttamynd

Rík­ið ekki skað­a­bót­a­skylt vegn­a djamm­banns

Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar.

Innlent
Fréttamynd

Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni

Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni.

Innlent