Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Tap hjá Tryggva og félögum

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Baskonia á útivelli í spænska körfuboltanum í dag. Hræðilegur annar leikhluti varð Zaragoza dýrkeyptur.

Körfubolti
Fréttamynd

Giannis með þrefalda tvennu í sjöunda sigri Bucks í röð

Giannis Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Milwaukee Bucks er liðið vann nauman átta stiga sigur gegn Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 123-115, en þetta var sjöundi sigur Mailwaukee liðsins í röð og sá níundi af seinustu tíu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara stigahæst í stóru tapi

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæsti leikmaður Faenza er liðið mátti þola 19 stiga tap gegn toppliði Schio í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 70-89.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir: Vonbrigði fram að þessu

Styrmir Snær Þrastarson mætti vel til leiks þegar hans menn í Þór frá Þorlákshöfn unnu KR í Vesturbænum 83-105 með sannfærandi hætti. Styrmir skoraði 24 stig með 71% hittni sem skilaði 26 framlagspunktum. Hann var á því að flest allt hafi gengið upp í leik liðsins í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Körfubolti
Fréttamynd

„Reglu­gerð er aldrei sann­gjörn gagn­vart öllum aðilum“

Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði.

Sport